Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2019 | 19:00

Origo Íslandsmót golfklúbba 2019: Tvöfaldur sigur hjá GKG í 1. deild

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fagnaði tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild í dag.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í 1. deild kvenna. GKG sigraði GR í úrslitaleiknum 4,5 -0,5 og stöðvaði þar með sigurgöngu GR í þessari keppni. GR hafði fagnað þessum titli undanfarin fjögur ár. Keilir endaði í þriðja sæti eftir 3-2 sigur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Þetta er aðeins í annað sinn sem GKG er Íslandsmeistari í 1. deild kvenna en árið 2013 braut GKG ísinn með sínum fyrsta sigri.

Lokastaðan í 1. deild kvenna:
1. GKG
2. GR
3. GK
4. GM
5. GS
6. GO
7. GSS
8. GV

GV féll úr efstu deild og leikur í 2. deild að ári, GL tekur sæti GV í efstu deild.

Sjötti sigur karlaliðs GKG

GKG fagnaði sínum sjötta titli í þessari keppni frá upphafi í karlaflokki eftir úrslitaleik gegn GR. Golfklúbburinn Keilir, sem hafði titil að verja, varð í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Leynir frá Akranesi féll úr efstu deild og leikur í 2. deild að ári í karlaflokki.

Lokastaðan í 1. deild karla:
1. GKG
2. GR
3. GK
4. GM
5. GA
6. GS
7. GJÓ
8. Leynir

Í aðalmyndaglugga: Íslandsmeistarar GKG á Íslandsmóti golfklúbba 2019