Öruggur sigur Lexi í dag í Dubai
Lexi Thompson líður ósköp vel í Dubai – kannski vegna þess að það minnir hana á einhvern arabískan máta á heimaríki hennar í Bandaríkjunum, Flórída, en þessi ríki eru á svipaðri breiddargráðu. (Reyndar eru Dubai og Miami á MJÖG svipaðri breiddargráðu!!!) Þessi unga stúlka frá Coral Springs er svo sannarlega að slá í gegn. Hún sigraði í dag í Dubai aðeins 16 ára á -15 undir pari, samtals 273 höggum (70 66 70 67). Hún er í einu orði sagt „frábær!“ Þar með varð hún yngst atvinnumanna til þess að sigra mót á LET! Enn eitt metið sem hún slær!!! Fyrir sigurinn fær Lexi €75.000,- (u.þ.b. 12 milljónir ísl. króna).
Í 2. sæti varð Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku, heilum 4 höggum á eftir Lexi, samtals á -11 undir pari 277 höggum (69 72 67 69). Verðlaunatékkur Lee-Anne hljóðaði upp á €11.500,- (u.þ.b. 18,4 milljónir íslenskra króna).
Í 3. sæti var svo hin sænska Sophie Gustafsson á samtals -10 undir pari, 278 höggum (71 67 69 71). Fyrir 3. sætið fékk Sophie € 35.000 (u.þ.b. 5.6 milljónir ísl. króna).
Caroline Hedwall tókst því miður ekki ætlunarverk sitt um að ná 2. sæti peningalistans af Melissu Reid. Caroline deildi 9. sætinu með öðrum og hlaut verðlaunatékka upp á €10.133,- ; Mel Reid, sem varð í 22. sæti á mótinu, hlaut tékka upp á € 6000,- Til þess að ná 2. sætinu hefði Caroline þurft að vera í 4. sæti eða ofar, en €12,183 munur var á þeim fyrir mótið Melissu í hag. Caroline hlýtur þó 3. sæti á peningalista LET, nýliðaárið sitt, sem er stórglæsilegt hjá þessari góðu, sænsku stúlku!
Loks mætti geta fyrir aðdáendur Michelle Wie að hún lenti í 12. sæti; deildi því sæti með 4 öðrum, en þær voru allar á samtals-5 undir pari hver; samtals 283 höggum og hringir Wie eftirtaldir (73 67 71 72). Michelle Wie hlaut €7.800,- (u.þ.b. 1,25 milljónir íslenskra króna).
Hér má sjá úrslitin á: Omega Dubai Ladies Masters
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024