Ryder Cup 2012: Óstundvísi Rory McIlroy og risaklukkan
José Maria Olazábal og restin af Ryder Cup liði Evrópu fengu gífurlegan skrekk á sunnudaginn.
Það er einhvern veginn eitthvað sympatískt við þetta 🙂 Rory McIlroy var ekki með tímamismuninn á hreinu; vaknaði of seint og kom í Medinah Country Club aðeins 11 minútum fyrir rástíma hans og Keegan Bradley í tvímenningi sunnudagsins.
Hann hefði átt þar að auki 5 mínútur og 1 sekúndu eftir rástímann – Bradley myndi hafa fengið að slá á undan …. en að loknum þeim tíma hefði fyrsti sigur Bandaríkjamanna verið í höfn þann daginn og það hefði svo sannarlega breytt landslaginu. Þetta eina stig, sem Rory hefði tapað með seinagangi sínum hefði getað kostað lið Evrópu sigurinn í Rydernum.
„Ég var bara að ganga eins og venjulega og afslappað úr hótelherbergi mínu þegar ég fékk símhringingu þar sem sagði að ég hefði 25 mínútur áður en ég ætti rástíma. Ég hef aldrei verið svona áhyggjufullur við það eitt að keyra á golfvöll áður,“ sagði Norður-Írinn (Rory McIlroy), sem sigraði síðan í leiknum gegn Keegan Bradley 2&1. Sem betur fer var lögreglumaður fyrir utan sem veitti mér lögreglufylgd og ef það væri ekki hans vegna myndi ég aldrei hafa komist á réttum tíma.“
„Lögreglumaðurinn spurði mig hvort mér liði illa, en ég sagði honum bara komdu mér þangað, komdu mér þangað.“
Bandarískir fjölmiðlar kenna lögreglunni í Illinois nú um tap Bandaríkjamanna 🙂 … svona í gríni.
„Það góða við að koma of seint var að ég þurfti ekki að hugsa of mikið um það sem framundan var“ ….. en áhorfendur í Medinah voru allt annað en vinalegir og mjög háværir hvar sem Rory fór.
Rory sagði hafa róast strax og hann kom á staðinn, hann þarfnaðist ekki upphitunnar, skellti sér bara strax í leikinn eftir að hafa gleypt í sig einu orkustykki.
Þegar sigurinn var í höfn færðu áhangendur Rory risaklukku sem hann valsaði um völlinn með ásamt sigurkampavíninu!!!“
Byggt á grein í NY Daily News
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024