Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2012 | 08:00

Pádraig Harrington: Góðir tímar framundan

Pádraig Harrington ítrekar að hann telji sig geta unnið fleiri risamót eftir að hafa landað 8. sætinu á the Masters.

Harrington sagði í janúar s.l. að hann gæti komist aftur í það form sem hann var í þegar hann vann Opna breska tvö ár í röð þrátt fyrir þá lægð sem hann hefir verið  í, sem sá hann hrynja niður í 96. sæti heimslistans.

Harrington trúir því að frammistaðan á Augusta geti verið byrjunin á „comeback-i“ hans.

Jafnvel skrambinn sem hann fékk (á 18. braut lokahringsins) breytti ekki neinu í huga hans. Möguleikar hans á sigri voru hvort eð er fyrir bí á þeim tíma.

„Ég hélt mjög ró minni og var afslappaður,“ sagði kylfingurinn 40 ára, sem hækkaði  í 80. sæti heimslistans (við frammistöðuna góðu). „Að fá skramba á 18. kostaði mig í verðlaunafé en ekki neinu öðru.“

„Kannski dag einn þegar ég er kominn á 18. þá verð ég að setja púttið, sem ég þrípúttaði nú niður og þá mun ég vita hversu hröð flötin er.“

„Ég var á réttum kili í allan dag (þ.e. sl. sunnudag) – það voru engar hæðir og lægðir í hring mínum.“

„Ég væri ánægður ef ég hefði spilað svona á hverjum sunnudegi á risamóti vegna þess að maður mun sigra í mörgum mótum eftir golf sem þetta.“

„Mér finnst ég vera á þægilegum stað. Ég hef ekki verið að pútta vel en nú púttaði ég virkilega vel.“

Gott framundan

„Það sem ég tek út úr þessu eru þægindin – ég gerði marga góða hluti.“

„Það var þægilegt að vera á golfvellinum þessa viku, sem þýðir að það er gott framundan á the Masters í framtíðinni.“

„Ég er á góðum stað andlega séð. Það eru góðir hlutir framundan.“

„Ég hef unnið 3 risamót, en þetta er með því besta sem mér hefir liðið í gegnum allar 18 holurnar á lokahring risamóts.“

„Mér finnst ég vera á uppleið, það er uppsveifla í leik mínum. Þannig, yeah, ég hlakka til þess sem framundan er.“

Táknin voru til staðar. Í febrúar varð Harrington í 7. sæti á Pebble Beach og í síðasta mánuði hóf hann leik á Transitions Championship í Flórída á 61 höggi- sem er besti hringur ferils hans.

Harrington ætlar að vera í Bandaríkjunum og spila á móti þessarar viku á Hilton Head í Suður-Karólínu með nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald, sem er sá eini á topp-10 á heimslistanum, sem þátt tekur í mótinu og lítur á það sem gullið tækifæri til frekari framfara.

Hann (Harrington) er kannski ekki ofarlega á heimslistanum, en hins vegar fjölgar Ryder Cup stigunum.

Harrington er aðeins í 30. sæti á lista Evróptúrsins yfir þá bestu og í 26. sæti á heimsstiga listanum. Fimm efstu fá sjálfkrafa rétt á að vera í Ryder Cup liðinu og José Maria Olazabal getur bætt 2 við.

Harrington var valinn af Colin Montgomerie fyrir 2 árum, en veit að samkeppnin verður jafnvel enn meiri nú.

Sem stendur eru Ian Poulter (sem varð 7. á Augusta) – Pauk Casey, Simon Dyson, Martin Laird, Thomas Björn og Miguel Ángel Jimenéz líka meðal þeirra sem ekki eru á topp-10 listanum.

Heimild: Sky Sports