Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2013 | 18:50

Paul McGinley er nýr fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu 2014

Það var tilkynnt nú fyrir skemmstu að Paul McGinley hefði verið valinn fyrirliði Ryder bikarsliðs Evrópumanna, 2014.

Paul McGinley er 46 ára, fædudur 16. desember 1966.  Hann bar sigur af Colin Montgomerie í atkvæðagreiðslu leikmannanefndar Evrópumótaraðarinnar, sem fundað hefir um veitingu fyrirliðastöðunnar í Ryder bikarnum 2014, í Abu Dhabi í dag. McGinley er fyrsti Írinn til að gegna fyrirliðastöðu í Ryder Cup.

McGinley hlaut stuðning einhverra stærstu nafnanna í Ryder bikars kraftaverksliði Evrópumanna 2012 í Medinah; þ.e. frá nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, fv. nr. 1 á heimslistanum Luke Donald, Ian Poulter, Graeme McDowell og Justin Rose, eins og Golf 1 greindi frá í dag.

Darren Clarke var búinn að draga sig úr fyrirliðakapphlaupinu, sagðist ætla að einbeita sér að leik sínum, þannig að það voru bara eftir Monty og McGinley. Monty var fyrirliði í sigurliði Evrópumanna í Rydernum 2010 þegar leikið var í Celtic Manor, Wales.

Evrópumenn munu freista þess að verja Ryder bikarinn í Gleneagles í október 2014.