Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 13:20

PGA: JJ Henry sigraði á Reno-Tahoe – hápunktar og högg 4. dags

Það var JJ Henry sem sigraði á Reno-Tahoe mótinu, sem fór fram í Montreux Golf & Country Club, í Reno Nevada.

Spilað var eftir afbrigði af Stabbleford punktakerfinu (ens. Modified Stabbleford) þar sem gefnir eru 8 punktar fyrir albatross, 5 punktar fyrir örn, 2 punktar fyrir fugl, 0 punktar fyrir par.  Síðan eru gefnir mínus punktar fyrir verra en par eða -1 punktur fyrir skolla og -3 fyrir skramba.

Reno-Taho mótið er eina mótið á PGA mótaröðinni þar sem spilað er skv. punktakerfi.

JJ Henry fékk samtals 43 punkta á 4 hringjum og sigraði s.s. áður segir. Í 2. sæti varð Brasilíumaðurinn  Alexandre Rocha á 42 punktum og í 3. sæti Argentínumaðurinn Andres Romero, á samtals 37 punktum, en Romero leiddi fyrr í mótinu.  Suður-Ameríkumenn voru því að standa sig vel í mótinu!

Bandaríkjamenn voru reyndar í öllum næstu sætum John Mallinger í 4. sæti á samtals 34 punktum og John Daly og Justin Leonard deildu 5. sæti á 33 punktum, hvor.

Það er ekki fyrr en í 16. sæti sem annar en Bandaríkjamaður er í verðlaunasæti en það er Stuart Appleby (samtals 26 punktar) frá Ástralíu og Pádraig Harrington (samtals 24 punktar) varð síðan í 18. sæti en báðir deildu sætum sínum öðrum kylfingum; Appleby með Bandaríkjamanninum Joe Durant og Harrington með Bandaríkjamanninum Jason Bohn.

Til þess að sjá úrslitin í Reno Tahoe mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokadags Reno-Tahoe SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg lokdags Reno-Tahoe mótsins, sem Andres Romero átti SMELLIÐ HÉR: