Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 05:30

PGA: Adam Scott og Jason Dufner leiða á Bláa Skrímslinu – hápunktar og högg 1. dags

Á Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída fer þessa helgina, fram Cadillac heimsmótið. Eftir fyrsta hring eru það Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner sem leiða. Báðir kláruðu þeir 1. hring á -6 undir pari, 66 högg.  Scott fékk 1 örn, 5 fugla og 1 skolla, Dufner hins vegar 7 fugla og síðan 1 skolla á erfiðu par-4, 18. brautinni.

Þriðja sætinu deila Charl Schwartzel frá Suður-Afríku og Daninn Thomas Björn á -4 undir pari. 8 kylfingar deila 5. sætinu á -3 undir pari, 69 höggum, þ.á.m. Keegan Bradley, Steve Stricker og Miguel Ángel Jiménez.  Annar hópur 8 kylfinga deilir 13. sætinu þ.á.m. fyrrum nr. 1 í heiminum, Luke Donald en allir í 13. sæti spiluðu á -2 undir pari, 70 höggum.  í 21. sæti eru síðan 4 kylfingar þ.á.m. heimsmeistarinn í holukeppni Hunter Mahan, allir á -1 undir pari, 71 höggi.

Aðrir frægari eru neðar þ.á.m Phil Mickelson og Tiger Woods sem spiluðu á pari 72 höggum, og deila 25. sæti  ásamt 8 kylfingum. Nr. 1 er síðan í 35. sæti á +1 yfir pari ásamt 8 öðrum kylfingum þ.á.m. Martin Kaymer.

Hinir „meiddu“ Paul Casey, sem er að snúa aftur til keppni eftir axlarmeiðsli og Ian Poulter sem nýlega var með lungnabólgu deila einu neðstu sætanna því 64. á +4 yfir pari, 76 höggum, ásamt nr. 3 í heiminum, Lee Westwood og 3 öðrum.

Til þess að sjá úrslit eftir 1. dag á Cadillac heimsmótinu smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Cadillac heimsmótinu smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags, sem er dræv Dustin Johnson á 18.  á Bláa Skrímslinu smellið HÉR: