Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2020 | 23:59

PGA: Berger sigraði á Charles Schwab e. bráðabana

Það var Daníel Berger sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, Charles Schwab Challenge.

Sigurinn kom eftir bráðabana við Collin Morikawa, en báðir voru þeir á 15 undir pari, 265 höggum eftir hefðbundnar 72 holur.

Daníel Berger er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum, með því að SMELLA HÉR: 

Þriðja sætinu deildu 4 kylfingar: Xander Schauffele, sem var í forystu fyrir lokahringinn, enski kylfingurinn og „Íslandsvinurinn“ Justin Rose, Bryson DeChambeau og Jason Kokrak.

Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Challenge með því að SMELLA HÉR: