Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 07:00

PGA: Baird, Bettancourt, Steel & Willis í efsta sæti á FrysOpen.com

Það eru fjórir bandarískir kappar, sem deila efsta sætinu á FrysOpen.com: Briny Baird, Matt Bettencourt, Brendan Steele og Garrett Willis.  Þeir eru allir á -4 höggum undir pari, þ.e. 67 höggum eftir fyrsta dag mótsins Það eru 132 sem taka þátt í mótinu og verður að segjast að munur milli efstu mann sé ekki mikill. Þannig munar „aðeins“ 6 höggum á forystunni og þess sem er í 51. sæti á heimslistanum, sjálfum Tiger Woods, sem eflaust átti ekki óskaendurkomu, enda deilir hann 82. sæti með 15 öðrum, þ.á.m. nýliðanum Joseph Bramlett, eftir 1. dag. Það er vonandi að Tiger nái niðurskurði!

Sjá má stöðuna í FrysOpen.com mótinu eftir 1. dag með því að smella HÉR: 

Sjá má hápunkta frá 1. degi FrysOpen. com HÉR: