PGA: Billy Horschel spilar 2 hringi með Tiger
Það er einn sem er ánægður með þokuna og tafirnar á Farmers Insurance Open… Billy Horschel. – Þokan hefir nefnilega haft þau áhrif að keyra á Farmers Insurance mótið áfram í dag, ekki verður skorið niður eftir 3. hring og eins verða hollin látin halda sér þ.e. ekki verður endurraðað í holl eins og venjulega er gert, allt til að drífa mótið áfram.
Þetta hefir valdið því að Billy Horschel, sem er í 2. sæti, 2 höggum á eftir Tiger Woods á samtals 9 undir pari á Farmers Insurance Open fær að spila í fyrsta sinn á ævinni í holli með draumaspilafélaga margrs kylfingsins, Tiger og það ekki 1 sinni heldur tvisvar.
Hinn 28 ára Billy Horschel sem var ekki einu sinni nærri því að hita upp í gær sagði m.a.um væntanlega hringi með Tiger: „Þetta er ansi svalt,“
Horschel sagðist hafa fengið fullt af ráðum hjá vinum og kollegum á túrnum hvernig ætti að spila við Tiger. Jim Furyk sendi þannig Horschel, sem útskrifaðist frá Florida State, sms og ráðlagði honum að spila sitt golf. Sá sem á titil að verja í mótinu Brandt Snedeker varaði Horschel við því að verða of uppnumin af andrúmsloftinu í kringum Tiger eða nokkru sem hann gerði.
„Maður verður bara að reyna að útiloka sumt,“ sagði Horschel. „Ekki reyna að jafna metin við hann (Tiger) í neinu sem hann gerir. Hann á eftir að slá nokkur ótrúlega högg, hvort sem hann er 8 yfir pari eða 8 undir pari, skiptir ekki máli.“
„Ég held að kjarni þess sem allir voru að reyna að segja mér var að spila bara mitt eigið golf.“
Stundum er það auðveldara sagt en gert – því það er jú hálfgerð óraunveruleikatilfinning að vera að spila á móti einum albesta kylfingi golfsögunnar og verða á sama tíma að einbeita sér að því að vinna mót!!!
Golf 1 hefir áður verið með kynningu á Billy Horschel en þar sagði hann m.a. að Tiger væri í draumaholli sínu sjá með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024