Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2020 | 23:59

PGA: Bradley og Cappelen deila forystunni e. 1. dag FIO

Bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley og hinn ungi, danski nýliði á PGA Tour, Sebastian Cappelen, deila forystunni eftir 1. dag Farmers Insurance Open (Skammst.: FIO)

Sebastian Cappelen

Sjá má kynningu Golf 1 á Cappelen með því að SMELLA HÉR: 

Báðir léku þeir á 6 undir pari, 66 höggum.

Hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar deila 3. sætinu, einu höggi á eftir þ.e. á 5 undir pari, 67 höggum en þeirra á meðal eru m.a. Rory McIlroy og Bubba Watson.

Tiger Woods er meðal keppenda og er T-21 á 3 undir pari, 69 höggum.

Sjá má stöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: