Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2024 | 18:00

PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu

Það var Keegan Bradley, sem sigraði á 2. móti FedEx umspilsins (ens. FedEx Playoffs), BMW Championship.

Sigurskor Bradley var 12 undir pari.

Í 2. sæti urðu þeir Ludvig Åberg, frá Svíþjóð; Sam Burns og Adam Scott, allir á samtals 11 undir pari.

Fjórir deildu síðan 5. sætinu á samtals 8 undir pari: Si Woo Kim, Tommy Fleetwood, Xander Schauffele og Cam Davis.

Keegan Bradley er fæddur 7. júní 1986 og er því 38 ára. Hann er 1,91 m á hæð og 86 kg. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2008. Sigurinn á BMW Championship er 13. sigur hans sem atvinnumanns og 7. sigur hans á PGA Tour.

Sjá má lokastöðuna á BMW Open með því að SMELLA HÉR: