Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 22:55

PGA: Bradley sigraði á Bridgestone

Það var Keegan Bradley sem sigraði á Bridgestone Invitational heimsmótinu í Akron, Ohio, nú fyrr í kvöld.  Hann „stal sigrinum“ af Jim Furyk, sem búinn var að leiða allt mótið.

Bradley spilaði á samtals 13 undir pari, 267 höggum (67 69 67 64). Það var glæsilokahringur Bradley upp á 6 undir pari, 64 högg, sem skilaði honum sigrinum.  Hann var með „hreint“ skorkort 6 fugla 12 pör og engan skolla eða þaðan af verra! Fyrir sigurinn fær Keegan Bradley $ 1,4 milljónir.  Til þess að sjá sigurpútt Keegan Bradley SMELLIÐ HÉR: 

Aumingja Jim Furyk varð í 2. sæti á samtals 12 undir pari, 268 höggum og deildi því sæti með Steve Stricker.

Louis Oosthuizen varð í 4. sæti á 11 undir pari. Justin Rose og Rory McIlroy deildu með sér 5. sætinu á samtals 8 undir pari, hvor og Jason Dufner varð í 7. sæti, á 6 undir pari.

Luke Donald  og Tiger voru síðan meðal 8 kylfinga sem deildu með sér 8. sætinu á 4 undir pari, samtals 276 höggum.

Til þess að sjá úrslit á Bridgestone Invitational 2012 SMELLIÐ HÉR: