Aug 29, 2021; Owings Mills, Maryland, USA; Patrick Cantlay poses with the trophy after winning the BMW Championship golf tournament. Mandatory Credit: Scott Taetsch-USA TODAY Sports
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2021 | 18:00

PGA: Cantlay sigraði á BMW Championship e. bráðabana við DeChambeau

BMW Championship fór fram dagana 23.-29. ágúst sl.

Sigurvegari mótsins var bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay.

Cantlay varð að hafa fyrir sigrinum því eftir 72 holu hefðbundinn leik var allt jafnt milli hans og landa hans Bryson DeChambeau og varð að gera út um leikinn í bráðabana.

Þar hafði Cantlay betur á 6. holu bráðabanans; vann með fugli á par-4 18. holu Caves Valley golfklúbbsins, í Owings Mills, Maryland, þar sem mótið fór fram.

Í 3. sæti, heilum 4 höggum á eftir Cantlay og DeChambeau varð Sungjae Im frá S-Kóreu.

Sjá má lokastöðuna á BMW Championship með því að SMELLA HÉR: