Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 02:15

PGA: Carl Pettersson leiðir fyrir lokahring RBC Heritage – Luke Donald gæti dottið úr 1. sæti heimslistans – hápunktar og högg 3. dags

Það voru 5 fuglar í röð sem komu Carl Pettersson í 1. sæti á 3. hring  RBC Heritage og verði það úrslitin á morgun gæti Luke Donald missti 1. sæti sitt á heimslistanum.

Pettersson  sökkti 2,5 metra fuglapútti á 18. flöt og komst þar með í 1 höggs forystu fram yfir nýliðann bandaríska Colt Knost, sem búinn er að leiða mestallt mótið.

Samtals er Carl Petterson búinn að spila á -12 undir pari, 201 höggi (70 65 66). Colt Knost í 2. sæti er á samtals -11 undir pari 202 höggum (67 66 69).

„Þetta var erfitt,“ sagði Pettersson. „Vindinn lægði en hann kom aftur. Flatirnar vour hraðar. Ég átti virkilega góðan hring. Ég er ánægður að hafa verið fær um að ljúka leik vel.“

Í 3. sæti er Zach Johnson á samtals 205 höggum, Boo Weekley er í 4. sæti á 206 höggum, Kevin Na, Robert Garrigus og Brendt Snedeker eru allir á 207 höggum og Tommy Gainey deilir 8. sæti á samtals 208 höggum ásamt Bretanum Brian Davis.

Verði þetta úrslitin missir Luke Donald sem segir 1. sæti heimslistans í hendur Rory McIlroy, en Donald er nú í 52. sæti í mótinu og verður að vera í ekki verra en 8. sæti til þess að halda 1. sæti heimslistans.

„Nú þegar ég hef verið nr. 1 á heimslistanum í nokkrar vikur, þá er þetta ekki nokkuð sem ég hugsa mikið um,“ sagði Luke Donald.

Carl Petterson, hins vegar, er mun meira umhugað að vinna $1.026  milljóna verðlaunin fyrir 1. sætið og 5. titil sinn á PGA, en þetta yrði 1. sigurinn frá því að hann vann Canadian Open, árið 2010

„Ég verð bara að spila mitt golf og vera rólegur,“ sagði Svíinn. „mér finnst eins og ég eigi góðan möguleika (á sigri) ef ég spila vel.  Sjáum hvað setur í kvöld… en eitt er víst að það stefnir í mikla baráttu á RBC Heritage.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á RBC Heritage smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á RBC Heritage smellið HÉR:

Til þess að sjá högg dagsins á RBC Heritage smellið HÉR: