Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2018 | 07:00

PGA: Champ sigraði á Sanderson Farms

Það var nýliðinn á PGA, Cameron Mackray Champ, sem vann sinn fyrsta sigur á PGA Tour á móti helgarinnar á PGA Tour, Sanderson Farms Championship.

Mótið fór fram í CC of Jackson í Jackson, Misssissippi.

Champ lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (65 70 64 68), sem er glæsilegur árangur þessa högglanga og nákvæma nýliða!!!

Champ átti heil 4 högg á þann sem næstur kom en það var Corey Conners frá Kanada, sem varð einn í 2. sæti, á 17 undir pari.

Fyrir sigurinn hlaut Champ $792,000, (rúmar 80 milljónir íslenskra króna) sem er hæsta verðlaunafé sem hann hefir nokkru sinni unnið … en það sem e.t.v. er enn verðmætara fyrir Champ er að hann er búinn að gulltryggja veru sína á PGA Tour fram til 2020.

Sjá má lokastöðuna á Sanderson Farms Championship með því að SMELLA HÉR: