Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2021 | 07:30

PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster

Southern Hills CC í Tulsa, Oklahoma, er staðurinn þar sem PGA Chmpionship árið 2022 mun fara fram.

Staðurinn kemur í stað Trump National golfklúbbsins í Bedminster, New Jersey, en áður hafði verið fallið frá að halda risamótið þar, vegna tengsla við Donald Trump fv. forseta Bandaríkjanna.

Áætlað er að PGA meistaramótið fsari fram 19.-22. maí í Southern Hills á næsta ári.

Southern Hills hefir verið mótsstaður 7 stórmóta í karlagolfinu – þrisvar hefir Opna bandaríska farið fram á vellinum og 4 PGA Championship – auk fyrsta US Women’s Mid-Amateur in 1987.

Tiger Woods sigraði á síðasta PGA Championship, sem fór fram á Southern Hills, en það var árið 2007; Nick Price sigraði á sama velli á sama stað 1994, Raymond Floyd árið 1982 og Dave Stockton árið 1970.

Retief Goosen sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu 2001 á Southern Hills, en Hubert Green og Tommy Bolt sigruðu 1977 og 1958.

Það var orðið ljóst að það að halda PGA meistaramótið á Trump Bedminster myndi vera skaðlegt PGA Ameríku vörumerkinu og hamla möguleikum PGA til að skila mörgum áætlana okkar og halda uppi langlífi verkefna okkar,“ sagði Jim Richerson, forseti PGA,  fyrir tveimur vikum. „Stjórn okkar hefur þannig tekið ákvörðun um að segja upp samningnum um að PGA meistaramótið fari fram árið 2022 í Trump Bedminster. Það var ákvörðun sem tekin var að tryggja að PGA America og PGA atvinnumenn geti haldið áfram að leiða og þróa leik okkar þannig að hann vaxi næstu áratugina.