PGA Championship hefst á morgun – Tiger ekki sá eini sem vonast eftir sigri – William McGirt komst inn!
Í 16 síðustu risamótum hafa 16 ólikir kylfingar sigrað – ekki einn þeirra hét Tiger Woods.
Nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald hefir heldur ekki sigrað. Og það sama má segja um Lee Westwood og Steve Stricker.
Dustin Johnson og Adam Scott hafa misst af fyrstu risamótssigrum sínum á sársaukafullan hátt. Rory McIlroy vann US Open 2011, en á þessu ári náði hann ekki einu sinni niðurskurði.
Nú á fimmtudaginn hefst síðasta risamót ársins PGA Championship á Kiawah Island í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.
Hvaða kylfingur þarfnast þess mest með að sigra og hverjum tekst að hreppa PGA Championship titilinn í ár? Verður einhver í forystu alla 3 fyrstu mótsdagana, en svo kemur einhver síðasta daginn, jafnvel á síðustu holu og knýr fram bráðabana og sigrar, í samræmi við tísku ársins 2012 í golfinu?
„Ef ég sigra á risamóti, myndu vinsældir mínar aukast og staðreyndin vera að ég verð aðeins þekktari,“ sagði Luke Donald. „Hvað varðar undirbúning finnst mér ég hafa reynt allt. Að lokum er það bara það að standa sig sem gildir í vikunni.“
Hvort sem kylfingur hefir sigrað 14 risamótstitla eins og Tiger eða engan eins og Luke Donald þá er PGA Championship síðasti sjéns á árinu að sigra á risamóti. Þetta ýtir ekki við nauðsyn neins að sigra á mótinu en það bætir aðeins við drama-ið, sérstaklega þegar það eru svona margir topp-kylfingar, sem eru að vonast eftir að slá í gegn hvað risamót snertir.
Tiger hefir ekki sigrað á risamóti frá því 2008 frá því hann sigraði á US Open og það hefir sett strik í reikninginn í markmið hans að slá 18 risamótamet Jack Nicklaus.
„Ég tel að það muni taka allan ferilinn. Það tekur langan tíma,“ sagði Tiger. „Jack hætti ekki þar til að hann var 46 ára, þannig að ef farið er eftir því þá á ég eftir 10 ár (og 40 risamót). Að sigra í 4 risamótum í viðbót er heilmikið (afrek). En ég hef nóg af tíma.“
Tiger vann með 5 högga mun á Bay Hill, hann stal sigrinum á the Memorial, og á Congressional vann hann AT&T National. Þannig að þetta hefir verið gott ár fyrir Tiger. Tektst Tiger að vinna sigur í 15 risamóti sínu næsta sunnudag?
A.m.k. er hann ekki sá eini sem vonast eftir sigri – það eru allir 156 sem þátt taka – þ.á.m. William McGirt sem hlaut þátttökurétt eftir að Keegan Bradley sigraði í Bridgestone Invitational heimsmótinu. Sigurvegari þess móts átti að hljóta þátttökurétt í mótinu en Bradley var þegar búinn að tryggja sér sæti í mótinu…. og því fór næsti maður inn þ.e. William McGirt, sem búinn er að standa sig ágætlega það sem af er árs. Til þess að sjá grein þar um SMELLIÐ HÉR:
Og talandi um Keegan Bradley, hann er jú sá sem á titil að verja á PGA Championship… honum tókst að sigra á 1. risamótinu sem hann tók þátt í PGA Championship í fyrra. Hann vonast auðvitað eftir að verða sá fyrsti til að verja titil sinn á risamóti í fyrsta sinn þ.e. verða sá fyrsti til að vinna sama risamót tvö ár í röð í fyrstu tilraun sinni.
En aftur hver stendur uppi sem sigurvegari á síðasta risamóti ársins? Gaman að sjá hvort það verður einn eftirtalinna 10 kylfinga sem Golf 1 telur að muni sigra: Tiger, Adam Scott, Luke Donald, Dustin Johnson, Rory McIlroy, Lee Westwood, Webb Simpson (þekkir Kiawah e.t.v. betur en nokkur annar), Steve Stricker, William McGirt, Keegan Bradley?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024