FILE – This photo from Friday Oct. 2, 2020, shows a sign at the entrance to Trump National Golf Club in Bedminster, N.J. New Jersey’s governor said Monday, Oct. 5, 2020 President Donald Trump’s fundraiser at his Bedminster golf club in the state hours before announcing he had the coronavirus „put lives at risk.“ (AP Photo/Seth Wenig, File)
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2021 | 10:00

PGA Championship risamótið mun ekki fara fram á Trump velli 2022 eins og áformað

Forsvarsmenn PGA of America tilkynntu í gær að PGA Championship risamótið muni ekki fara fram á Trump Bedminster vellinum árið 2022, eins og áformað var.

Nokkuð ljóst virðist að ákvörðun þessi tekin í ljósi atburða sl. viku þegar óaldaskríll réðist að þinghúsi Bandaríkjanna að áeggjan Trump, með þeirri afleiðingu að 5 manns dóu.  Allt vegna lygi Trump um að svindlað hefði verið í forsetakosningunum, sem hann hefði í raun réttri unnið. Verið væri að „stela“ kosningunum af aumingja Trump.

Skiptir þetta nokkru máli?

Já, það skiptir PGA máli hvaða álit fólk hefir á samtökunum, ekki aðeins nú heldur einnig 2022 og í framtíðinni.

Það sem PGA of America er að segja er að golf standi fyrir það að sameina fólk, gefa fólki jöfn tækifæri, þetta er leikur sem snýst um heiðarleika, um það að vera heilsteyptur og breyta rétt – allt atriði sem Trump stendur ekki fyrir.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fréttaflutning Golf Channel af ákvörðun PGA of America.

 

Golf Channel Digital