Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2019 | 07:00

PGA: Fowler sigraði á WM Phoenix Open!!!

Það var Rickie Fowler sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open, sem fram fór 31. janúar – 3. febrúar 2019!!!

Sigurskor Rickie var 17 undir pari, 267 högg (64 65 64 74) og frábært að hann náði sigri þar sem hann  spilaði 9 – 10 höggum verr á lokahringnum, en á fyrstu 3 hringjunum!

Og það er líklegast einn sem fagnar á himnum, Griffin litli Connell, aðdáandi Rickie nr. 1 mörg undanfarin ár á WM Phoenix Open, en hann dó úr erfiðum öndunarsjúkdómi í fyrra og hefði orðið 8 ára í ár – Rifja má upp söguna af Griffin og Rickie með því að SMELLA HÉR:

Þumlana upp fyrir Rickie!!!!!

Í 2. sæti varð Branden Grace frá S-Afríku, 2 höggum á eftir Rickie á samtals 15 undir pari. Í 3. sæti varð svo Justin Thomas á samtals 14 undir pari, en hann átti, líkt og Rickie slælegan lokahring (64 66 68 72).

Hetjur margra á þessu Waste Management Phoenix Open Matt Kuchar varð T-4 og Gary Woodland T-7.

Sjá má lokastöðuna á WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta á lokahring sigurvegarans Rickie Fowler með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahrings WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: