ORLANDO, FLORIDA – MARCH 10: Francesco Molinari of Italy celebrates making a birdie on the 18th hole during the final round of the Arnold Palmer Invitational Presented by Mastercard at the Bay Hill Club on March 10, 2019 in Orlando, Florida. (Photo by Richard Heathcote/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2019 | 22:00

PGA: Francesco Molinari sigraði á Arnold Palmer Inv.

Það var Francesco Molinari sem sigraði á Arnold Palmer Invitational, móti vikunnar á PGA Tour, sem fram fór dagana 7.-10. mars 2019 á Bay Hill.

Sigurskor Molinari var 12 undir pari, 276 högg (69 70 73 64).

Í 2. sæti var Matthew Fitzpatrick á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 70 67 71).

Þriðja sætinu deildu síðan hinn helmingur „Moliwood“ Tommy Fleetwood, Sungjae Im frá S-Kóreu og Rafa Cabrera Bello, allir á samtals 9 undir pari, hver.

Evrópskir kylfingar í 4 af efstu 5 sætunum á Arnold Palmer Inv.  – sem er frábært!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: (Sett inn þegar myndskeiðið er til!!!)