Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2019 | 01:00

PGA: Gay og Langley í forystu á Pebble Beach – Hápunktar 1. dags

Tveir fremur óþekktir kylfingar Brian Gay og Scott Langley eru í forystu eftir 1. dag Pebble Beach Pro-Am mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Sjá má nýlega kynningu Golf 1 á Scott Langley með því að SMELLA HÉR: 

Brian Gay hefir áður sigrað á PGA Tour, þ.e. fyrir 6 árum á Humana Challenge, þegar hann hafði best í 3 manna bráðabana.

Venju skv. er spilað á 3 völlum í mótinum: Pebble Beach, Spyglass Hills og Monterey Peninsula.

Gay og Langley voru að spila Monterey Peninsula og báðir komu í hús á glæsilegum 7 undir pari, 64 höggum.

Hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar deila 3. sætinu, 1 höggi á eftir á 7 undir pari, 65 höggum en það eru Phil Mickelson, Jason Day, Kevin Kisner, Matt Every, Cody Gribble, og Si Woo Kim.

Til þess að sjá stöðuna á Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Pebble Beach SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Scott Langley.