Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2020 | 20:00

PGA: Gay sigraði e. bráðabana í Bermuda

Það var Brian Gay, sem bar sigur úr býtum á Bermuda Championship, sem var mót vikunnar á PGA Tour.

Gay og Wyndham Clark voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur, á samtals 15 undir pari, hvor.

Það þurfti því bráðabana til að skera úr um sigur og hann kom þegar á 1. holu bráðabanans, þar sem Gay fékk fugl en Clark tapaði á pari.

Þetta er fyrsti sigur Gay frá 21. janúar 2013 en þá sigraði Gay á Humana Challenge. Sigurinn nú er 5. sigur hans á PGA Tour. Gay er fæddur 14. desember 1971 og því með eldri kylfingum á PGA Tour, 48 ára.

Bandaríski kylfingurinn Ollie Schniederjans vermdi síðan 3. sætið á samtals 13 undir pari, 2 höggum á eftir þeim sem spiluðu í bráðabananum.
Til þess að sjá lokastöðuna á Berda Championship SMELLIÐ HÉR: