Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 11:30

PGA: Haas dregur sig úr RBC vegna úlnliðsmeiðsla

Fyrrum FedEx Cup meistarinn Bill Haas dró sig úr RBC Heritage mótinu í gær,  föstudaginn langa vegna úlnliðsmeiðsla.  

Haas leiddi eftir 1. hring á Masters risamótinu sællar minningar fyrir viku síðan eftir að hann átti glæsihring á Augusta National upp á 68 högg.  En hann fylgdi þeim hring eftir með öðrum upp á 78 og lauk keppni T-20.

Á Harbour Town Golf Links þar sem RBC Heritage fer fram opnaði hann með 1 yfir pari, 72 höggum og var hann 6 höggum á eftir Matt Kuchar, Steven Langley og William McGirt, sem leiddu eftir 1. hring.

Haas hóf ekki einu sinni 2. hring sinn, svo mikið var úlnliðurinn farinn að há honum.  Haas er nú í 31. sæti á heimslistanum. Hann hefir a.m.k. sigrað í 1 móti á PGA Tour s.l. 4 keppnistímabil, en eftirminnilegastur er e.t.v. sigur hans á Tour Championship 2011.

Bill er sonur PGA Tour og Championship Tour leikmannsins Jay Haas.