Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 23:55

PGA: Hahn og Snedeker leiða fyrir lokahring AT&T

Það eru Tour Championship sigurvegarinn Brandt Snedeker og Gangnam Style nýliðinn James Hahn sem leiða á AT&T Pebble Beach National Pro Am.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 12 undir pari, 202 höggum; Snedeker (66 68 68) og Hahn (71 65 66).

Þriðja sætinu deila þeir Patrick Reed og Chris Kirk á samtals 10 undir pari, 2 höggum á eftir forystunni, en sá síðarnefndi á reyndar eftir að ljúka leik á 1 holu.

Í 5. sæti er síðan Richard H. Lee á samtals 9 undir pari og 5 kylfingar deila 6. sætinu á 8 undir pari samtals, hver, þ.á.m. Retief Goosen frá Suður-Afríku.

Skorið var niður eftir 3. hring og meðal þeirra sem ekki spila á morgun 10. febrúar 2013 eru: Camilo Villegas, Pádraig Harrington, Dustin Johnson og Robert Karlson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag AT&T mótsins SMELLIÐ HÉR: