Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 07:00

PGA: Hápunktar og högg 1. dags á Tour Championship

Nú um helgina fer fram lokakeppni FedExCup umspilsins í East Lake, Atlanta, Georgía í Bandaríkjunum; Tour Championship.

Það eru Tiger Woods og Justin Rose sem leiða eftir 1. dag; eru báðir á 4 undir pari, 66 höggum, með 6 fugla og 2 skolla, hvor. Aðeins eru 30 stigahæstu í umspilinu sem eftir standa og munur milli forystumannanna og þess, sem er í 30. sæti 9 högg, en í því neðsta er Nick Watney með 75 högg.

Flestir keppendur eða 7 spiluðu á 1 undir pari, 69 höggum í gær, þ.á.m. nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á Tour Championship, vipp frá Tiger Woods SMELLIÐ HÉR: