Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2018 | 00:01

PGA: Harman efstur á Travelers í hálfleik

Brian Harman er efstur á Travelers Championship þegar það er hálfnað.

Harman hefir samtals spilað á 10 undir pari, 130 höggum (64 66).

Í 2. sæti eru Russell Henley og Zach Johnson frá Bandaríkjunum og Matt Jones frá Ástralíu; allir höggi á eftir Harman.

Til þess að sjá stöðuna á Travelers eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Travelers SMELLIÐ HÉR: