PGA: Henley sigraði á Sony Open
Nýliðinn Russell Henley sigraði á fyrsta móti sínu á PGA Tour á Waialea golfvellinum á Hawaii í gær. Þetta er 2. mót PGA mótaraðarinnar á þessu keppnistímabili og verður spennandi að fylgjast með Henley, 2013.
Hinn 23 ára Henley kom í hús á 63 glæsihöggum, sem er 7 undir pari; fékk 8 fugla, 9 pör og 1 skolla. Fimm fugla hans komu í röð á 14.-18. braut. Samtals spilaði Henley á 24 undir pari, 256 höggum (63 63 67 63). Fyrir sigurinn fær Henley, auk verðlaunafjárins 3 ára undanþágu á PGA Tour og boðsmiða til að spila á the Masters risamótinu í vor. Í viðtalinu við Henley sem sjá má hér að neðan sagði hann það hafa verið draum sinn alla ævi að spila í því móti!
Henley átti lægsta skor keppenda á lokahringnum ásamt Tim Clark frá Suður-Afríku, sem varð í 2. sæti 3 höggum á eftir Henley. Clark spilaði samtals á 21 undir pari, 259 höggum (64 66 66 63).
Heilum 7 höggum á eftir Henley komu síðan þeir Scott Langley og Charles Howell III, sem deildu 4. sætinu, á samtals 17 undir pari, 263 höggum, hvor. Langley hélt ekki út spilaði „bara“ á parinu í gær, sem dugði ekki gegn feykisterkum Henley; en þeir tveir deildu forystunni fyrir lokahringinn.
Til þess að sjá úrslitin á Sony Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. hrings á Sony Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá viðtal við sigurvegarann Henley SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024