Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2021 | 23:59

PGA: Homa sigraði eftir bráðabana við Finau á Genesis mótinu

Það var bandaríski kylfingurinn Max Homa, sem sigraði eftir bráðabana við landa sinn Tony Finau, á The Genesis Invitational mótinu.

Mótið er hluti PGA mótaraðarinnar bandarísku og fór fram 18.-21. febrúar 2021.

Homa og Finau spiluðu báðir á samtals 12 undir pari og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Það sigraði Homa með pari á 2. holu bráðabanans.

Homa er fæddur 19. nóvember 1990 og þvi 30 ára. Þetta er 2. sigur Homa á PGA Tour.

Í 3. sæti varð enn einn bandaríski kylfingurinn, Sam Burns, sem búinn að var að vera í forystu mestallt mótið, á samtals 11 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Genesis International mótinu SMELLIÐ HÉR: