Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2019 | 23:00

PGA: Homa sigurvegari Wells Fargo

Það var Max Homa, sem sigraði á Wells Fargo Championship.

Sigurskor Homa var 15 undir pari, 269 högg (69 63 70 67).

Homa er ekki sá þekktasti á PGA Tour og þetta er fyrsti sigur hans á mótaröðinni.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Homa með því að SMELLA HÉR:

Í 2. sæti var Joel Dahmen á 12 undir pari, 272 höggum (66 66 70 70).

Stóru nöfnin voru í baksætinu hjá nýliðunum: í 3. sæti var Justin Rose á 11 undir pari, 273 höggum (70 67 68 68); Sergio Garcia deildi síðan 4. sætinu með þeim Rickie Fowler, Paul Casey og Jason Dufner; allir á samtals 9 undi pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wells Fargo Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Wells Fargo Championship SMELLIÐ HÉR: