Hunter Mahan. Mynd: PGA Tour
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2012 | 00:30

PGA: Hunter Mahan leiðir þegar AT&T mótið er hálfnað

Það er Hunter Mahan, sem tekið hefir forystu á AT&T mótinu, sem fram fer í Bethesda í Maryland á golfvelli Congressional CC.  Hunter kom inn á flottu skori í gær 65 höggum, þ.e. fékk 7 fugla og 1 skolla. Samtals er hann búinn að spila á 7 undir pari (70 65).

Í 2. sæti eru Bandaríkjamennirnir Robert Garrigus og Jimmy Walker og Brendan de Jonge frá Zambíu, tveimur höggum á eftir Mahan.

Fimm kylfingar deila 5. sætinu, þ.á.m. Vijay Singh á 4 undir pari. Cameron Tringale er einn í 10. sæti á samtals 3 undir pari

Tiger deilir 11. sæti er  með 3 öðrum, er að spila ágætlega (72 68) og líkt og hinir á 2 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna þegar AT&T mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: