Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 18:00

PGA: Hunter Mahan og Rory McIlroy komnir í úrslitin á heimsmótinu í holukeppni

Það er Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan (einn Golf Boyz-inn) sem var að tryggja sér sæti í úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn í holukeppni nú rétt í þessu. Hunter Mahan sigraði Mark Wilson í hörkuspennandi holukeppni 2&1. Þetta er í fyrsta sinn sem Hunter Mahan keppir til úrslita í heimsmótinu í holukeppni.

Í hinni viðureigninni vann Rory McIlroy landa sinn Lee Westwood 3&1.  Það var reyndar Westwood sem tók forystuna í upphafi átti 3 holur á Rory eftir 4 holur en allt var orðið jafnt á 8. holu og síðan tók Rory forystuna á 9. holu, sem hann lét ekki af hendi eftir það.

Það verða því Hunter Mahan og Rory McIlroy sem keppa um heimsmeistaratitilinn í holukeppni.