PGA: Im nýliði ársins!
Það er suður-kóreanski kylfingurinn Sungjae Im, sem er nýliði ársins á PGA Tour.
Im er fæddur 30. mars 1998 og því aðeins 21 árs. Hann varð atvinnumaður í golfi 2015, þá aðeins 17 ára.
Í fyrra var Im valinn kylfingur ársins á Web.com Tour (sem nú heitir KornFerry Tour, en þá sigraði hann tvívegis á þeirri mótaröð.
Í vali á nýliða ársins hafði Im m.a. betur gegn gríðarlega hæfileikaríkum nýliðum á borð við Collin Morikawa, Matthew Wolff, Cam Champ og Adam Long.
Im varð í haust aðeins 13. nýliðinn til þess að spila á lokamóti PGA Tour, Tour Championship og varð að lokum í 19. sæti á FedExCup listanum.
Jafnvel þó Wolff, Morikawa, Champ og Long hefðu sigrað í móti á PGA Tour, þá tók Im þátt í fleiri mótum en þeir á PGA Tour eða 35 og náði 26 sinnum niðurskurði og 118 hringir hans voru 18 fleiri, en þeir sem næsti keppinautur hans spilaði á PGA Tour.
„Þetta var ekki upphaflega markmið mitt,“ sagði Im „Á fyrsta árinu vill maður bara halda kortinu fyrir næsta ár. Að lifa af, í sannleika sagt. Hluti af þessu hungri, er bara að viðhalda því stigi af leik sem ég er á. Stöðuleikinn hjálpar að halda orku, að halda sér skörpum.“
Im náði 7 sinnum að vera meðal efstu 10 í PGA Tour mótum árið 2019 og besti árangur hans var T-3 á Arnold Palmer Invitational.
Jay Monahan, framkvæmdastjóri PGA Tour óskaði Sungjae Im til hamingju og sagði m.a. að „járnkarla“ keppnistímabil Im hefði verið stöðugt frá upphafi til endis, þannig að eftirtektarvert væri. Hann minntist á að líkt og svo margir sem hefðu verið á Korn Ferry Tour þá hefði Im mætt tilbúinn til leiks á PGA Tour til að keppa við bestu kylfinga heims og sl. keppnistímabil hefði endurspeglað þroska Im langt út fyrir 21 árs aldur hans.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024