John Daly er litskrúðugur kylfingur.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2012 | 13:00

PGA: John Daly reynir enn að bjarga 2013 kortinu sínu á PGA Tour

John Daly spilar í dag á The McGladrey Classic á Seaside golfvellinum í Georgía í tilraun til að bjarga kortinu sínu fyrir 2013 keppnistímabil PGA Tour.  Mikill tími er ekki aflögu til að gera svo því þetta mót er 3. síðasta opinbera mót keppnistímabilsins. 

Töfratalan er 125 þ.e. 125. sætið á peningalista PGA Tour en í því sæti situr sem stendur  Billy Mayfair (með $ 612.361 verðlaunafé). Daly er í 141. sæti (með $488,505 í verðlaunafé) og getur náð sér á strik með góðri frammistöðu í mótinu þar sem heildarverðlaunafé er $ 4 milljónir.

Seaside golfvöllurinn er par-70 og 6.451 metra að lengd. Sá sem á titil að verja í mótinu er Golf Boys-bands meðlimurinn Ben Crane. Zach Johnson (3), Jim Furyk (9), Ben Curtis (20) und Jonas Blixt (25) eru þeir einu meðal topp-25 á peningalista PGA Tour sem taka þátt í mótinu.

Til þess að sjá stöðuna á peningalista PGA Tour SMELLIÐ HÉR: