Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2021 | 23:00

PGA: Tony Finau sigurvegari The Northern Trust e. bráðabana v/Cameron Smith

Nú rétt í þessu var að ljúka The Northern Trust, sem fram fór í Jersey City í New Jersey, dagana 19.-23. ágúst og var mót s.l. viku á PGA Tour.

Eiginlega átti mótinu að ljúka í gær, en því var frestað vegna fellibyls.

Það varð því að spila á mánudegi, sem er óhefðbundið; þ.e. mótið kláraðist núna rétt áðan, með sigri Tony Finau, frá Bandaríkjunum, sem sigraði Ástralann Cameron Smith í bráðabana á par-4 18. holu með pari.

Báðir voru þeir Finau og Smith á samtals 20 yfir pari, hvor – Jon Rahm endaði í 3. sæti á samtals 18 undir pari, gaf eftir á lokaholunum.

Sjá má lokastöðuna á The Northern Trust með því að SMELLA HÉR: