Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 02:30

PGA: Justin Rose og Tom Gillis efstir þegar Honda Classic er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það eru Bandaríkjamaðurinn Tom Gillis og Englendingurinn Justin Rose, sem leiða eftir 2. dag Honda Classic. Báðir eru samtals búnir að spila á -8 undir pari,  samtals 132 höggum; Gillis (68 64) og Rose (66 66).

Í 3. sæti höggi á eftir eru Rory McIlroy og Dicky Pride.  Bandaríkjamennirnir Taylor, Harman og Walker deila 5. sætiu á -6 undir pari hver.  Keegan Bradley er í 3 kylfinga hópi sem spilaði á -5 undir pari og deilir 8. sæti.

Tiger Woods og Lee Westwood komust í gegnum niðurskurð og spila helgina, en þeir eru í 11 kylfinga hópi sem deilir 31. sæti á samtals -1 undir pari hver; Woods (71 68) Westwood (70 69). Reyndar miðaðist niðurskurður við  samtals+1 yfir pari, þannig að fyrrgreindu 2 flugu í gegnum niðurskurð, en náðu ekki rétt. 7 höggum munar á þeim og forystumönnunum og ekki óvinnandi vegur fyrir jafnsnjalla kylfinga og þá Woods og Westwood að vinna upp þann mun. Það stefnir í spennandi golfhelgi!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Honda Classic smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Honda Classic smellið  HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags á Honda Classic smellið HÉR: