Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2021 | 18:00

PGA: K.H. Lee sigraði á AT&T Byron Nelson

KH Lee frá S-Kóreu fagnaði fyrsta sigri sínum á PGA tour, þegar hann sigraði á AT&T Byron Nelson.

Mótið fór fram dagana 13.-16. maí 2021 í McKinney, Texas.

Sigurskor Lee var 25 undir pari, 263 högg (65 65 67 66).

Í 2. sæti, 3 höggum á eftir Lee varð Sam Burns á samtals 22 undir pari.

Patton Kizzire, Daniel Berger, Scott Stallings og Charl Schwartzel, urdu T-3, á samtals 21 under pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á AT&T Byron Nelson með því að SMELLA HÉR: