Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2012 | 08:00

PGA: Kevin Na í forystu fyrir lokahringinn – hápunktar og högg 3. dags á the Players

Það er Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem hefir nauma forystu fyrir lokadag the Players. Na er búinn að spila á samtals -12 undir pari, samtals 2o4 höggum (67 69 68).

Aðeins 1 höggi á eftir er landi Na, Matt Kucher á -11 undir pari, samtals 205 höggum (68 68 69).

Í 3. sæti á -9 undir pari er Rickie Fowler, sem ef hann myndi sigra í dag væri að taka 2. PGA Tour mótið sitt í röð, en hann hafði verið sigurlaus fram að Wells Fargo Championship, sem fram fór síðustu helgi.

Tiger er sem stendur T-34 – spilaði á 72 höggum á 3. degi the Players.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á The Players að öðru leyti smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Players smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags á The Players smellið HÉR: