Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2021 | 18:00

PGA: Kokrak sigurvegari Charles Schwab Challenge

Það var hinn bandaríski Jason Kokrak, sem stóð uppi sem sigurvegari á Charles Schwab Challenge mótinu, sem var mót vikunnar á bandaríska PGA Tour.

Mótið fór fram dagana 27. -30. maí sl. í Fort Worth, Texas.

Sigurskor Kokrak var 14 undir pari, 266 högg (65 65 66 70).

Kokrak er fæddur 22. maí 1985 í North Bay, Kanada og því 36 ára. Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour.

Í 2. sæti varð Jordan Spieth, 2 höggum á eftir á samtals 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Challenge með því að SMELLA HÉR: