PGA: Lee á 73, Rory á 77 og Luke á 79 höggum eftir 1. dag US Open
Holli efstu manna á heimslistanum gekk ekkert betur en flestum öðrum á 1. degi US Open. Nr. 1 í heiminum, Luke Donald, átti sérlega erfiðan dag, svona höggstuttur og svo var hans rómaða stutta spila ekki að ganga upp í dag. Alls spilaði Luke á 79 höggum, fékk 9 skolla og ekki einn einasta fugl! Hann var á sama skori og strákurinn 14 ára, yngsti keppandi US Open, Andy Zhang.
Rory spilaði á +7 yfir pari, fékk 8 skolla og 1 fugl og spilaði því á samtals 77 höggum.
Lee Westwood spilaði best af topptríóinu á 73 höggum, 3 yfir pari. Hann byrjaði strax illa á 1. holu, þegar hann fékk skramba og bætti við 3 skollum og tveimur fuglum. Þann fyrri fékk hann á par-4 7. brautinni (sem Alvaro Quiros fór holu í höggi á, á æfingahringnum í gær) og svo bætti Lee öðrum fugli við á par-5, 17. brautinni. Af tríó-inu var skemmtilegast að fylgjast með Lee, sérstaklega hvað honum hefir farið fram í púttunum, sem oft hafa verið að eyðileggja fyrir honum, líkt og á síðasta Masters-móti, þar sem árangur hans var undraverður miðað við hvernig hann var að pútta. Gott hjá Westwood!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024