Rickie Fowler – Rory telur að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vilji mæta Fowler í viðureign
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2013 | 19:45

PGA: Leik enn frestað á Tournament of Champions – Fowler hætti við æfingu

Nú hefir leik  enn verið frestað á Tournament of Championship í Hawaii, en veður er litlu betra en í gær.

Í morgun var mótinu frestað um 2 tíma vegna þess að aðstæður voru ekkert skárri en í gær.

Nú á að reyna að hefja leik að nýju kl. 20:30 að íslenskum tíma.

Rickie Fowler fór t.a.m. út á æfingasvæðið snemma í morgun en um 20 mínútum seinna var hann kominn inn.

Planið var að spila 36 holur í dag til þess að halda dagskrá og ljúka mótinu á mánudag.  Nú eru mótsstjórnendur að reyna að finna út hvað verði gert í framhaldinu.