Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2021 | 18:00

PGA: Leishman og Smith sigruðu á Zurich Classic

Það voru Ástralarnir Marc Leishman og Cameron Smith sem sigruðu á Zurich Classic, sem fram fór dagana 22.-25. apríl í Avondale, Louisiana.

Sigurinn kom eftir bráðabana við s-afrísku tvenndina Louis Oosthuizen og Charles Schwartzel.

Leishman/Smith sigruðu strax á 1. holu bráðabanans með pari en par-5 18. braut TPC Louisiana var spiluð aftur.

Keppnisfyrirkomulag þessa móts er óhefðbundið á PGA Tour því spilaður er til skiptis fjórmenningur (ens.: foursome) og betri bolti (ens.: four ball).

Sjá má lokastöðuna á Zurich Classic með því að SMELLA HÉR: