Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2024 | 07:00

PGA: Loksins sigraði Jhonattan Vegas aftur eftir 7 ára sigurleysi!!!

Jhonattan Vegas frá Venezuela sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, 3M Open, sem fram fór í Blaine, MN, dagana 25.-28. júlí 2024.

Þetta er fyrsti sigur Vegas í 7 ár, en síðast sigraði hann á PGA mótaröðinni árið 2017. Þetta er jafnframt 4. sigur Vegas á PGA.

Sigursins þarfnaðist hann sárlega til þess að halda spilaréttindum sínum á PGA mótaröðinni.

Sigurskor Vegas var 17 undir pari, 267 högg (68 66 63 70).

Hann átti 1 högg á þann sem kom næstur þ.e. Max Greyserman, frá Bandaríkjunum, sem ekki telst meðal þekktustu kylfinga á PGA Tour.

Fyrir sigurinn hlaut Vegas auk spilaréttind $1,458,000 (u.þ.b. IKR 207 milljónir).

Sjá má lokastöðuna á 3M Open með því að SMELLA HÉR: