Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2024 | 16:25

PGA: Matsuyama sigraði á FedEx St. Jude Classic!

Hideki Matsuyama, frá Japan, sigraði á FedEx St. Jude Classic sem er þriðja síðasta mótið á þessu tímabili PGA mótaraðarinnar og það fyrsta af 3 umspilum (ens.: Playoffs).

Alls eru FedEx Playoff-in 3 í ár: St. Jude Classic er það fyrsta og var spilað á TPC Southwind í Memphis, Tennessee dagana 15.-18. ágúst sl.

Umspilin er með föstu formi: Í fyrsta mótinu fá 70 þátttökurétt í öðru mótinu eru keppendur 50 og síðan á East Lake eru einungis 30, sem spila m.a. um bónus pottinn eftirsótta.

Sigurskor Matsuyama var 17 undir pari og 2. sætinu deildu þeir Xander Schauffele og Victor Hovland, báðir á 15 undir pari. Einn í 4. sæti var síðan Scottie Scheffler á samtals 14 undir pari – mótið er það fyrsta sem hann tekur þátt í frá því hann vann Ólympíugullið.

Matsuyama er fæddur 25. febrúar 1992 og því 32 ára. Sigurinn á FedEx St. Jude Classic er 10. PGA Tour sigur hans.  Fyrir sigurinn fékk Matsuyama $ 3,6 milljónir (u.þ.b. 513 milljónir íslenskra króna).

Sjá má lokastöðuna á St. Jude Classic með því að SMELLA HÉR: