Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 10:30

PGA: Mickelson nær niðurskurði!!! – Hápunktar 2. dags Valero Texas Open

Phil Mickelson náði niðurskurði í Valero Texas Open í gær eftir hræðilega byrjun þar sem hann spilaði á 5 yfir pari, 77 höggum.

Á 2. hring gekk mun betur; Mickelson spilaði á 2 undir pari og var því samtals á 3 yfir pari, sem rétt dugði til að halda haus og fleyta sér inn í leiki helgarinnar.

Mickelson deilir síðasta eða 69. sætinu ásamt 13 öðrum, sem voru á samtals 3 yfir pari eftir 2. dag mótsins.

Í efsta sæti er hinn ástralski Steven Bowditch, sem glímt hefir við þunglyndi, en gaman að sjá hann aftur ofarlega og nú efstan á skortöflu í móti.

Bowditch er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (69 67).

Í 2. sæti er síðan Bandaríkjamennirnir Andrew Loupe og Chad Collins, 1 höggi á eftir þ.e. á 7 undir pari, 139 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: