Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2019 | 23:59

PGA: Mullinax og Stallings efstir á Zurich Classic e. 1. dag

Mót vikunnar á PGA Tour er Zurich Classic of New Orleans, sem venju skv. fer fram í Avondale, Louisiana, í ár þann 25.-28. apríl 2019.

Það sem er óvenjulegt í ár er að mótið er með breyttu leikfyrirkomulagi, var áður hefðbundin höggleikskeppni en nú eru 1. og 3. hringirnir fjórbolti (þ.e. besti bolti) og hringir 2 og 4 fjórmenningur (þar sem annar kylfingur tekur öll teighögg á holum með oddatölu en hinn á holum með jöfnum tölum).

Það eru 80 lið sem hefja keppni og eftir 2 dag er skorið niður og aðeins 35 efstu liðin og þau lið sem eru jöfn í 35. sæti fá að halda áfram.

Eftir 1. dag eru það bandarísku kylfingarnir, teymið Scott Stallings og Trey Mullinax, sem eru efstir á 61 höggi.

Sjá má stöðuna á Zurich Classic með því að SMELLA HÉR: