Mike Weir
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 10:50

PGA: Nær Mike Weir niðurskurði í dag?

Kanadíski kylfingurinn Mike Weir gæti náð niðurskurði í fyrsta sinn síðan 2011 á Farmers Insurance Open í dag, en mótið hófst í gær. Síðast komst Weir í gegnum niðurskurð í móti á AT&T National 2011 og hefir nú spilað í 18 mótum án þess að vera fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Erfiðleika Weir má rekja til meiðsla í hægri olnboga, sem hann var skorinn upp við í ágúst 2011. Endurkoman og batinn hafa einfaldlega verið hæg.

Áratugur er síðan Mike Weir sigraði á Masters, 2003, en nú í byrjun  árs er Weir ekki einu sinni á meðal efstu 1500 á heimslistanum.

Eftir hring upp á 66 högg á Norðurvelli Torrey Pines er hann aðeins 1 höggi á eftir forystumönnum mótsins, þeim Brandt Snedeker og K.J. Choi og vel lítur út með að hann komist í gegnum niðurskurð, jafnvel þó hann eigi eftir að spila Suðurvöllinn, sem talinn er öllu erfiðari.

„Ég hef reynt að vera jákvæður, eins illa og ég hef verið að spila og eins mikið og ég hef átt í ströggli,” sagði Weir  gær.  „Ég hef leitað leiða til að ná þessu í lag og þetta hefir bara tekið mig langan tíma.”

„Sem kylfingur vill maður alltaf ná  þessu  í lag strax,” útskýrði hann. „ Ég er næstum því   búinn að ná þessu. Ég er ekki kominn 100% i þægindarammann, en þetta er er að verða miklu betra. Ég er mjög ánægður með framfarirnar sem ég er að taka.” Weir sagði dætur sínar tvær líka hvatningu við að bæta leik sinn.  „Dætur mínar eru  nú á þeim aldri að þær skilja. Siðast þegar ég spilaði virkilega vel voru þær ansi ungar,” bætti hann við. „Þannig að ég vil sýna þeim hvað pabbi þeirra getur.”

Heimild: Golf Digest