Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 22:12

PGA: Pádraig Harrington setti nýtt vallarmet á Copperhead – 61 högg!

Í dag hófst Transitions Championship á PGA Tour á Copperhead golfvellinum í Innisbrook Resort í Flórída. Efstur, í 1. sæti eftir 1. dag er Írinn Pádraig Harrington, sem átti glæsihring upp á 61 högg og jafnaði vallarmetið. Harrington fékk 10 fugla á skolafríum frábærum hring.

Í 2. sæti á -7 undir pari 64 höggum er Bandaríkjamaðurinn Will Claxton (sjá kynningu Golf 1 á Claxton HÉR:)

Fimmta sætinu deila 7 kylfingar þ.á.m. nr. 7 á heimslistanum Justin Rose  á -5 undir pari, en Justin á þó eftir að klára 18. holu.

Til þess að sjá stöðuna á Transitions Championship smellið HÉR: