PGA: Pabbi Spieth kylfusveinn sonar síns í Mexíkó
Það verður faðir Jordan Spieth, Shawn Spieth, sem mun bera kylfur sonar síns á heimsmótinu í Mexíkó, WGC-Mexico Championship, sem hefst í dag, 21. febrúar 2019, í Chapultepec golfklúbbnum í Mexíkó City.
Ástæðan er sú að Michael Greller, sem verðið hefir á poka nr. 24 á heimslistanum (Jordan Spieth) getur ekki verið við hlið hans, þar sem faðir hans, John Greller, lést sl. þriðjudag.
Kylfusveinn Spieth, Michael Greller var í Mexíkó þegar hann fékk fréttirnar af andláti föður síns og flaug strax heim til Bandaríkjanna á þriðjudaginn til þess að vera hjá fjölskyldu sinni.
Það verður því Shawn Spieth, pabbi Jordan, sem heldur á pokanum á hinum 7.300 yarda golfvelli í Mexíkó City.
Christine Spieth, móðir Jordan, tvítaði samúðartvít til Michael Greller og fjölskyldu hans og sagði að sér væri „þungt um hjartað vegna Michael og fjölskyldu hans. Bear (stuttnefni pabba Michaels) var frábær faðir, eiginmaður og afi. Himnarnir hafa fengið annan engil!“
Michael Greller hefir verið á pokanum hjá Jordan Spieth í öllum 11 PGA Tour sigrum Spieth þ.á.m öllum risamótssigrum hans.
Shawn Spieth var síðast á pokanum hjá syni sínum 2011 í US Amateur og sagði eftir það mót að þetta væri í síðasta sinn sem hann myndi vera á pokanum hjá syni sínum.
Aðstæðurnar kalla hins vegar á undantekningu frá fyrri ákvörðun.
Spieth fer út á fyrstu 2 hringjunum með Russell Knox og Satoshi Kodaira.
Í aðalmyndaglugga: Jordan Spieth ásamt foreldrum sínum Christine og Shawn Spieth.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024