7. flötin á par-3 brautinni á Pebble Beach Golf Links – ein mest ljósmyndaða par-3 braut í heimi. – Einn ppáhaldsgolfvöllur Úlfars erlendis
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2021 | 20:00

PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid

AT&T Pebble Beach Pro-Am mun fara fram nú í ár en án -Am hlutans, þ.e. án áhugamannanna.

Eins mun mótið aðeins fara fram á 2 völlum í stað hefðbundinna 3.

PGA Tour tilkynnti að þessar breytingar væru vegna Covid-19 á Monterey Peninsula svæðinu.

Atvinnumennirnir, sem eru 156, mun spila, en eins og segir aðeins á  Pebble Beach Golf Links og Spyglass Hill.

Ekki mun verða notast við Monterey Peninsula Country Club.

Í mótinu eru frægir kylfingar áberandi þar sem stjörnur í íþróttaheiminum, kvikmyndum eða t.a.m. stjórnmálum parast saman við atvinnumennina, áður en skorið er niður eftir 54 holur.

Efstu 20 pro-am tvenndirnar fá að spila lokahringinn, sem og efstu 65 atvinnumennirnir.

Sá sem á titia að verja frá því í fyrra er Nick Taylor.

Þetta er 75. afmælisár mótsins og afmælismótið mun verða spilað án áhorfenda.

Eina PGA mótið þar sem áhorendur eru leyfðir, að svo stöddu, er Waste Management Phoenix Open, en einungis 5000, sem er dramatísk fækkun úr rúmum 700.000 (yfir alla 4 keppnisdagana).

Að vera ekki með áhugamenn er mikið högg fyrir Pebble Beach mótið, þar sem þeir greiða $30,000 (tæpar 4 milljónir íslenskra króna) fyrir heiðurinn að fá að spila með einhverjum PGA Tour atvinnumanni.

Mótið hét áður Bing Crosby National Pro-Amateur og hóf göngu sína 1937.

Mótið mun fara fram 11.-14. febrúar n.k.

Aðalmyndagluggi: Ein frægasta og mest ljósmyndaða par-3 braut í heiminum er á 7. brautin Pebble Beach Golf Links.